Velkomin

á heimasíðu Mannerfðafræðifélags Íslands. Tilgangur félagsins er að efla vísindalegan og hagnýtan framgang í mannerfðafræði, efla tengsl og skoðanaskipti félagsmanna og stuðla að fræðslu, kynningu og samstarfi við hliðstæð félög í öðrum löndum. Félagið var stofnað þann 1. desember 2010 og var stofnfundur haldinn í Hringsal Landspítala.

Áhugasamir sendi póst á mannis@mannis.is. Árgjald í félagið er 5000 krónur og er innheimt í gegnum heimabanka eða greiðslukort. Nemar greiða helming eða 2500 krónur. Kennitala: 430111-0270

Aðalfundur MANNÍS verður haldinn í Öskju, 25. apríl 2016, kl. 16.15.

Dagskrá samkvæmt lögum Mannís:

  • Lögmæti fundarins
  • Kjör fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar
  • Samþykkt reikninga félagsins
  • Lagabreytingar
  • Ákvörðun félagsgjalda
  • Kjör stjórnar. Kjósa skal formann stjórnar sérstaklega
  • Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga
  • Önnur mál

Sérstaklega er óskað eftir framboðum til setu í stjórn. Léttar veitingar verða fyrir fundinn. 

Stjórn Mannís