Fundur um Huntington sjúkdóm

Opinn fræðslufundur um Huntington sjúkdóm verður haldinn föstudaginn 18. september 2020, kl. 15:00.
Staðsetning: Hringsalur, Landspítala.
Fundurinn verður einnig í fjarfundaformi. Slóðin á fundinn er: https://bit.ly/3mrIvZ4 
Dagskrá
– Kynning: Jón Jóhannes Jónsson yfirlæknir, erfða- og sameindalæknisfræðideild
– Astri Arnesen formaður Evrópsku Huntingtonsamtakanna (http://eurohuntington.org) segir frá samtökunum og gildi þess að hafa stuðningsfélag og samtök
– Frásögn aðstandanda – Að lifa með Huntington sjúkdómi
– Anna Björnsdóttir taugalæknir – Huntington sjúkdómur
– Umræður um stofnun félags áhugafólks um Huntington og skylda sjúkdóma