Lög

Lög

Lög Mannerfðafræðifélags Íslands

1. gr. Heiti og tilgangur félagsins

Félagið heitir Mannerfðafræðifélag Íslands og á ensku “The Icelandic Human Genetics Society. Tilgangur félagsins er að efla vísindalegan og hagnýtan framgang í mannerfðafræði, efla tengsl og skoðanaskipti félagsmanna og stuðla að fræðslu, kynningu og samstarfi við hliðstæð félög í öðrum löndum.

2. gr. Stjórnun félagsins og aðsetur

Aðalfundur fer með æðsta vald félagsins. Á milli aðalfunda fer stjórn með æðsta vald þess. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Félagið stefnir að því að verða aðildarfélag í “The European Society of Human Genetics”.

3. gr. Aðild að félaginu

Félagar geta orðið þeir sem eiga sinn starfsvettvang sem tengist mannerfðafræði, hafa háskólapróf eða viðeigandi framhaldsnám, sem félagið tekur gilt. Inntökubeiðni skal vera skrifleg. Stjórn félagsins tekur ákvörðun um nýja félaga og tilkynnir það félagsmönnum. Félagsmaður sem vill segja sig úr félaginu tilkynni stjórn þess skriflega um það. Félagsmaður sem ekki hefur greitt árgjald fyrir aðalfund næsta árs telst hafa sagt sig úr félaginu.

4. gr. Aðalfundur

Starfsár félagsins er almannaksár. Aðalfundur skal haldinn í apríl annað hvert ár. Hann er löglegur ef til hans er boðað á löglegan hátt. Tillögur um lagabreytingar og önnur erindi, sem leggja skal fyrir aðalfund, skulu send stjórn félagsins fyrir 1. mars. Boða skal til aðalfundar með 14 daga fyrirvara og jafnframt senda með fundarboði nauðsynleg gögn vegna fundarins þar með taldar tillögur um lagabreytingar. Boða skal rafrænt til fundarins og jafnframt senda fundargögn rafrænt. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa allir félagar sem greitt hafa árgjald yfirstandandi árs. Á aðalfundi skal taka fyrir eftirfarandi atriði:

· Lögmæti fundarins

· Kjör fundarstjóra og fundarritara

· Skýrsla stjórnar

· Samþykkt reikninga félagsins

· Lagabreytingar

· Ákvörðun félagsgjalda

· Kjör stjórnar. Kjósa skal formann stjórnar sérstaklega

· Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga

· Önnur mál

5. gr. Stjórn félagsins.

Stjórn félagsins skal skipuð fimm félagsmönnum. Stjórnin skiptir með sér verkum. Skal einn vera ritari og hann er jafnframt varamaður formanns. Einn skal vera gjaldkeri og tveir skulu vera meðstjórnendur. Formaður stjórnar er kosinn til tveggja ára og má eigi sitja lengur en tvö kjörtímabil í senn. Aðrir stjórnarmenn skulu einnig kosnir til tveggja ára þannig, að tveir skulu þeirra skulu kosnir á hverjum aðalfundi. Tveir skoðunarmenn reikninga skulu kjörnir. Stjórn félagsins er ályktunarhæf þegar minnst helmingur stjórnarmanna situr fund. Stjórn félagsins skal starfa að þeim atriðum sem fyrir er mælt í lögum félagsins og halda félagsmönnum upplýstum um starfsemina. Almennir fundir skulu haldnir svo oft sem stjórn þykir ástæða til og eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Dagskrá skal tilkynnt í fundarboði. Almennir fundir skulu boðaðir með rafrænum hætti með a.m.k. 7 daga fyrirvara. Stjórn félagsins skal halda félagsfund ef að minnsta kosti þriðjungur félagsmanna óskar þess. Halda skal gerðabók um alla fundi félagsins og stjórnar þess.

6. gr. Kosningar.

Félagsmenn ráða yfir einu atkvæði hver. Atkvæðagreiðsla er opin ef ekki er farið fram á að hún sé leynileg. Falli atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns. Falli atkvæði jöfn í leynilegri atkvæðagreiðslu ræður hlutkesti.

7. gr. Lagabreytingar.

Breyta má lögum félagsins á aðalfundi. Atkvæðagreiðsla er opin ef ekki er farið fram á að hún sé leynileg. Lagabreytingartillögur á að senda út með aðalfundarboði. Til að breyta lögum þarf minnst 2/3 hluta atkvæða.

8. gr. Félagið lagt niður

Tillögu um að leggja niður félagið skal send til stjórnar, sem ákveður hvort tillagan verði lögð fyrir félagsfund eða næsta aðalfund. Slík tillaga þarf að berast stjórn minnst sex vikum fyrir aðalfund, ef tillagan skal lögð fyrir aðalfund sem boða skal með hefðbundnum hætti. Helmingur félagsmanna þarf að samþykkja slit og skulu eignir félagsins þá renna til Háskóla Íslands til styrktar rannsóknum í mannerfðafræði.