Um félagið

Félagið heitir Mannerfðafræðifélag Íslands og á ensku “The Icelandic Human Genetics Society. Tilgangur félagsins er að efla vísindalegan og hagnýtan framgang í mannerfðafræði, efla tengsl og skoðanaskipti félagsmanna og stuðla að fræðslu, kynningu og samstarfi við hliðstæð félög í öðrum löndum.

Félagið var stofnað þann 1. desember 2010 og var stofnfundur haldinn í Hringsal Landspítala.

Stofnfélagar eru þeir sem skráðu sig í félagið fyrir fyrsta aðalfund sem haldinn var þann 3. mars 2011. Áhugasamir sendi póst á mannis@mannis.is eða hvaða stjórnarmann sem er.

Árgjald í félagið er 4000 krónur og er innheimt í gegnum heimabanka eða greiðslukort. Nemar greiða helming eða 2000 krónur.

Hægt er að vera samfélagi í ESHG og fá þannig afslátt af ráðstefnugjaldi víða um heim.

Kennitala: 430111-0270